Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

stífur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 sem getur ekki eða illa hreyft sig og sveigt til líkamann
 dæmi: við vorum bæði orðin stíf eftir langa flugferð
 2
 
 ósveigjanlegur í lund, sem lætur ekki telja sig á e-ð
 dæmi: hann þótti alltaf stífur við nýnemana í skólanum
 3
 
 sem er erfitt að beygja eða hreyfa
 dæmi: stífur flibbi
 dæmi: þau bjuggu til jólakort úr stífum pappír
 dæmi: ég get ekki opnað gluggann, hann er svo stífur
 4
 
 (regla, siður)
 sem verður að fylgja, strangur
 dæmi: á vinnustaðnum eru stífar reglur um reykingar
 5
 
 (vindur)
 af allmikilli vindhæð, hvass
 dæmi: það var komin stíf vestanátt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík