Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

stilla so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 gera (e-n) rólegan, halda aftur af (e-m)
 dæmi: hún var orðin æst en ég reyndi að stilla hana
 dæmi: hann á erfitt með að stilla skap sitt
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 koma (e-u) í rétt horf
 dæmi: það þarf að stilla píanóið
 dæmi: hann stillti klukkuna svo að hún er nú rétt
 3
 
 stilla <neyslunni> í hóf
 
 fallstjórn: þágufall
 hemja neysluna, takmarka neysluna
 dæmi: launþegahreyfingin stillir kröfum sínum í hóf í þetta sinn
 4
 
 stilla + inn á
 
 stilla sig inn á <ný vinnubrögð>
 
 fallstjórn: þolfall
 temja sér ný vinnubrögð
 5
 
 stilla + til
 
 stilla því <þannig> til
 
 fallstjórn: þágufall
 sjá til þess að þetta verði svona og svona
 dæmi: ég stillti því þannig til að ég yrði heima um morguninn
 stilla til friðar
 
 miðla málum, koma á friði
 dæmi: lögreglan var kölluð til að stilla til friðar í miðbænum
 6
 
 stilla + um
 
 stilla sig um að <hlæja>
 
 fallstjórn: þolfall
 láta ekki eftir sér að fara að hlæja
 dæmi: ég gat ekki stillt mig um að gera athugasemd
 7
 
 stilla + upp
 
 stilla sér upp
 
 fallstjórn: þágufall
 taka sér stöðu
 dæmi: hann stillti sér upp við eldhúsborðið
 stilla <málverkinu> upp
 
 fallstjórn: þágufall
 setja ... í ákveðnar skorður, ákveðna stöðu
 dæmi: nemendunum var stillt upp fyrir myndatöku
 uppstilltur
 8
 
 stilla + út
 
 stilla út <varningi>
 
 fallstjórn: þágufall
 koma honum fyrir til sýnis
 dæmi: verslunin hefur stillt út sumartískunni í gluggann
 stillast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík