Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

á fs
 
framburður
 fallstjórn: þolfall/þágufall
 1
 
 um hreyfingu til staðar (með þf.) og dvöl á stað eða í tíma (með þgf.)
 a
 
 fallstjórn: þolfall
 dæmi: setjast á stólinn
 dæmi: breiða dúkinn á borðið
 b
 
 fallstjórn: þágufall
 dæmi: sitja á stólnum
 dæmi: það er dúkur á borðinu
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 um hluta e-s (e-ar heildar)
 dæmi: fóturinn á mér
 dæmi: þakið á húsinu
 3
 
 um reglulega endurtekningu/venju á ákveðnum tíma
 a
 
 fallstjórn: þolfall
 dæmi: vakna snemma á morgnana
 dæmi: vera syfjaður á kvöldin
 dæmi: ég sef ekki nógu vel á næturnar
 dæmi: hér er oft hlýtt á sumrin
 b
 
 fallstjórn: þágufall
 dæmi: halda reglulega fundi á mánudögum
 dæmi: vakna oft upp á nóttunni
 4
 
 um afmarkað tímabil
 a
 
 fallstjórn: þágufall
 dæmi: salan hefur aukist um 3% á ári
 dæmi: greiða 100 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu
 b
 
 fallstjórn: þolfall
 dæmi: vinna 8 klukkustundir á dag
 5
 
 um verð á stökum stykkjum, sundurliðun greiðslu fyrir hverja persónu
 dæmi: tíu pennar á 500 krónur stykkið
 dæmi: maturinn kostar 2000 krónur á mann
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík