Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

standast so info
 
framburður
 form: miðmynd
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 þola (e-ð)
 dæmi: flest húsin stóðust jarðskjálftann
 dæmi: vélin getur ekki staðist svona mikið álag
 standast (ekki) freistinguna
 
 dæmi: ég stóðst ekki freistinguna og fékk mér aðra kökusneið
 standast (ekki) mátið
 
 dæmi: hann stóðst ekki mátið og stríddi henni dálítið
 standast prófið
 
 ná prófinu
 2
 
 koma heim og saman, passa
 dæmi: þetta getur ekki staðist
 dæmi: veitingahúsið stenst samanburð við það sem best gerist
 3
 
 standast á
 
 passa saman, standa hlið við hlið
 dæmi: tölurnar í dálkunum tveimur þurfa að standast á
 4
 
 standast <henni> snúning
 
 vera hraðari, duglegri, öflugri en hún
 dæmi: enginn stenst henni snúning í ritun glæpasagna
 standa
 staðinn
 standandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík