Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

stakur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 sem vantar náttúrulegan félaga sinn, ekki í setti
 dæmi: ég fann bara þrjá staka sokka
 dæmi: stakur jakki
 2
 
 einn og sér, ekki í hópi eða þyrpingu
 dæmi: í garðinum eru nokkur stök tré
 3
 
 til áherslu: mikill, einstakur
 dæmi: hún las upp ljóðið af stakri snilld
 dæmi: hann er stakur reglumaður á áfengi
  
orðasambönd:
 eiga í stökustu vandræðum með <að sofna>
 
 eiga mjög erfitt með að sofna
 skilja ekki stakt orð
 
 skilja ekki neitt
 dæmi: hún skilur ekki stakt orð í spænsku
 <allt> er í stakasta lagi
 
 allt er eins og það á að vera
 stöku
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík