Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 staður no kk
 
framburður
 beyging
 staðsetning í rúmi þar sem e-ð er
  
orðasambönd:
 fara/halda/leggja af stað
 
 byrja ferð, hefja för sína
 finna <þessari fullyrðingu> stað
 
 staðfesta, sannreyna fullyrðinguna
 færa <steininn> úr stað
 
 færa steininn til
 ganga <barninu> í föður/móður stað
 
 verða barninu sem faðir/móðir
 gleyma stað og stund
 
 gleyma sér alveg (því maður er svo niðursokkinn)
 koma <verkefninu> af stað
 
 koma verkefninu í gang
 láta staðar numið
 
 hætta, stansa
 nema staðar
 
 stansa, stoppa
 þess sér ekki stað <að búið sé að gera við húsið>
 
 það sést ekki, það eru engin ummerki þess að gert hafi verið við húsið
 <fundurinn> átti sér stað <í fyrra>
 
 fundurinn fór fram, var haldinn í fyrra
 <þetta kemur fram> á stöku stað
 
 þetta kemur fram á örfáum stöðum
 <sími og sjónvarp> er til staðar
 
 <sími og sjónvarp> eru tiltæk, eru þarna (t.d. á hótelheberginu)
 <salan gekk erfiðlega> fyrst í stað
 
 salan gekk illa í fyrstu
 <það verður að leysa málið> þegar í stað
 
 það verður að leysa málið strax, undir eins
 í stað
 í staðinn
 í staðinn fyrir
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík