Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

springa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 tætast í sundur með ógnarkrafti
 dæmi: sprengjan sprakk á torginu
 dæmi: margir flugeldar sprungu um áramótin
 2
 
 bresta í sundur
 dæmi: rörin geta sprungið í miklu frosti
 það springur á <bílnum>
 
 það kemur gat á bíldekk og loftið fer úr
 dæmi: það er sprungið á hjólinu hans
 3
 
 vera að springa
 
 vera mjög saddur
 vera að springa úr hlátri
 
 hlæja ákaflega
 4
 
 springa út
 
 opnast, koma í ljós (um blóm, laufblöð)
 dæmi: blómin springa út á vorin
 sprunginn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík