Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sprengja so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 eyðileggja (e-ð) með sprengju
 dæmi: hann hótaði að sprengja tímasprengjuna
 dæmi: vegagerðin sprengdi klettinn
 sprengja upp <peningaskápinn>
 
 dæmi: skæruliðar sprengdu upp járnbrautarteina
 2
 
 þenja (e-ð) til hins ýtrasta
 dæmi: hún blés upp blöðru og sprengdi hana
 sprengja <fötin> utan af sér
 
 fylla alveg út í fötin
 dæmi: þau eru að sprengja utan af sér húsnæðið
 3
 
 gera sprungur (í e-ð)
 dæmi: frostið hefur sprengt múrvegginn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík