Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

spor no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 far eftir fót manna eða dýra, fótspor
 [mynd]
 2
 
 skref
 dæmi: barnið tók sín fyrstu spor
 dæmi: þau lærðu sporin í tangó
 3
 
 stunga með nál í efni, saumspor
 dæmi: við lærðum að sauma mörg mismunandi spor
 4
 
 teinar sem járnbrautir eða sporvagnar ganga eftir
 dæmi: lestin fór út af sporinu
  
orðasambönd:
 greikka sporið
 
 ganga hraðar
 koma aftur að vörmu spori
 
 koma strax aftur
 koma <honum> á sporið
 
 koma honum á rétta braut
 komast <varla> úr sporunum
 
 geta varla hreyft sig úr stað
 spretta úr spori
 
 fara að hlaupa
 standa í sporum <hans>
 
 vera í sömu aðstöðu og hann
 standa í sömu sporum
 
 vera í sömu stöðu og ...
 vera kominn á sporið
 
 vera á réttri leið
 vera léttur í spori
 
 vera léttfættur, léttur á sér
 þetta er spor í rétta átt
 
 þetta er jákvætt skref
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík