Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

spila so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 leika á hljóðfæri
 dæmi: hún spilaði þrjú lög á píanóið
 dæmi: hljómsveitin spilaði fram á morgun
 spila á <fiðlu>
 
 dæmi: hann spilar á rafmagnsgítar í hljómsveitinni
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 leika sér að spilum eða borðspilum, taka í spil
 dæmi: við spiluðum lúdó
 dæmi: viltu spila við mig?
 spila á spil
 
 spila með venjulegum spilum
 spila út <kónginum>
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 leika íþróttaleik
 dæmi: hann spilar fótbolta á fimmtudögum
 dæmi: þeir spiluðu á móti Evrópumeisturunum
 dæmi: þau eru á leiðinni að spila golf
 4
 
 hafa úr <litlu> að spila
 
 hafa litla peninga milli handanna
 5
 
 spila + með
 
 spila með <hana>
 
 hafa hana að leiksoppi, leika sér að henni
 dæmi: honum fannst hún vera að spila með sig
 6
 
 spila + út
 
 1
 
 spila út <nýrri tillögu>
 
 fallstjórn: þágufall
 koma (óvænt) með nýja tillögu
 dæmi: hann ætlaði ekki að spila út öllum bröndurunum strax
 2
 
 óformlegt
 vera að spila út
 
 vera orðinn vitlaus, klikkast
 dæmi: ég held að hún sé að spila út
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík