Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

spá so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: (þágufall +) þágufall
 segja fyrir óorðna hluti
 dæmi: spákonan spáði henni ferðalögum og peningum
 spá fyrir <honum>
 
 dæmi: hann spáir fyrir fólki gegn gjaldi
 spá í bolla
 
 ráða í tákn í kaffibolla sem hefur verið þurrkaður á hvolfi
 spá í spil
 
 ráða í spil sem hafa verið lögð eftir settum reglum
 2
 
 fallstjórn: (þágufall +) þágufall
 segja fyrir um (e-ð) með rökum, álykta um það sem verður
 dæmi: veðurstofan spáir rigningu
 dæmi: honum er spáð sigri í forsetakosningunum
 spá fyrir um <þetta>
 
 dæmi: auðvelt er að spá fyrir um hversu oft einn kemur upp á teningnum
 3
 
 spá í <þetta>
 
 velta þessu fyrir sér, spekúlera í þessu
 dæmi: hún er að spá í að klippa sig stutt
 dæmi: þau eru að spá í að fá sér nýjan bíl
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík