Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sópa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall/þágufall
 þrífa rusl með kústi
 dæmi: hann sópaði eldhúsgólfið
 dæmi: við sópuðum ruslinu út í horn
 sópa <þessu> saman
 
 dæmi: hún sópaði saman öllum reikningunum
 það sópar að <honum>
 
 hann er fyrirferðarmikill, áberandi í fasi
  
orðasambönd:
 láta greipar sópa
 
 hrifsa hluti eða varning græðgislega
 dæmi: þjófarnir létu greipar sópa um skartgripaverslunina
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík