Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 aumur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 sem finnur til dálítils sársauka, t.d. vegna meiðsla
 dæmi: ég er ennþá aum í fætinum eftir að ég datt
 2
 
 vesældarlegur og lítilfjörlegur, sem ber sig illa
 dæmi: hann varð svo aumur á svipinn að hún vorkenndi honum
 3
 
 lágur og lítilmótlegur, lágt settur og auvirðilegur
 dæmi: hvernig getum við aumir menn strítt gegn náttúruöflunum?
 4
 
 lélegur, lítilfjörlegur
 dæmi: þetta var aum frammistaða hjá hljómsveitinni
 dæmi: þessi aumi blómvöndur kostaði talsverða peninga
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík