Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

slökkva so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 stöðva, kæfa (eld, ljós)
 dæmi: hann slökkti ljósin og fór út
 dæmi: illa gekk að slökkva eldinn
 slökkva á <lampanum>
 slökkva í <sígarettunni>
 2
 
 slökkva á <útvarpinu>
 
 láta útvarpið þegja eða hætta
 dæmi: hún slekkur á tölvunni í lok vinnudags
 það er slökkt á <tækinu>
 
 dæmi: allir eiga að hafa slökkt á farsímunum
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 svala (þorsta)
 dæmi: þessi drykkur slekkur þorstann
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík