Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

slíta so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 toga (e-ð) í sundur
 dæmi: ég sleit dálítið af límbandi
 dæmi: hann slítur bandið með höndunum
 slíta af sér <hlekkina>
 slíta sig lausan
 
 dæmi: hestarnir slitu sig lausa frá fólkinu
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 nota (einkum flík, skó) þannig að sér á henni
 dæmi: ég sleit tvennum skóm í vetur
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 rjúfa (e-ð), stöðva (e-ð)
 dæmi: fundinum er slitið
 dæmi: hann sleit sambandinu við hana
 slíta talinu
 
 hætta samtalinu
 4
 
 slíta + frá
 
 slíta sig frá <lestrinum>
 
 hætta að lesa
 dæmi: hún gat ekki slitið sig frá kvikmyndinni
 5
 
 slíta + upp
 
 slíta upp <blómið>
 
 toga það upp með afli
 dæmi: það er óheimilt að slíta upp viðkvæman gróður
 6
 
 slíta + út
 
 1
 
 slíta sér út
 
 þreyta sig á erfiði
 dæmi: þau slitu sér út til dauðadags
 2
 
 slíta <flíkinni> út
 
 nota hana þangað til hún er ónýt
 dæmi: hann er að reyna að slíta út þessum buxum
 slitinn
 slítandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík