Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 sleppa so info
 
framburður
 1
 
 verða laus, frjáls
 dæmi: fuglinn slapp út úr búrinu
 dæmi: fanginn slapp frá lögreglunni
 2
 
 komast ferða sinna, bjargast, komast frá e-u
 dæmi: maðurinn slapp vel þegar snjóflóð féll á veginn
 dæmi: íbúarnir sluppu naumlega úr eldinum
 dæmi: vonandi sleppur farangurinn í gegnum tollskoðun
 sleppa með skrekkinn
 
 bjargast án alvarlegs skaða
 3
 
 nægja naumlega
 dæmi: peningarnir rétt sluppu fyrir innkaupunum
 4
 
 sleppa við <þetta>
 
 losna við þetta
 dæmi: hún varð fegin að sleppa við kennsluna
 dæmi: hann hefur sloppið við flensuna í vetur
 dæmi: ég slapp við að þvo bílinn
 sleppa
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík