Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

slást so
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 fljúgast á, vera í áflogum
 dæmi: bræðurnir slógust um boltann
 dæmi: hættið þið að slást krakkar
 dæmi: stjörnurnar slást um að koma fram í sjónvarpsþættinum
 2
 
 sveiflast til, rekast utan í (e-ð)
 dæmi: hliðið slæst til í vindinum
 dæmi: trjágreinin slóst í höfuð hennar
 3
 
 slást í förina / slást í för með <mér>
 
 fara með e-m
 dæmi: þau voru á leið í bíó og hún slóst í förina
 dæmi: hjónin slógust í för með okkur til Spánar
 slást í hópinn
 
 bætast við hópinn
 dæmi: þú getur slegist í hópinn ef þú vilt
 slá
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík