Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

slá so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 berja (e-ð/e-n), veita (e-u/e-m) högg
 dæmi: hún sló hann með flötum lófanum
 dæmi: þeir slógu í borðið
 dæmi: ég sló til flugunnar
 slá sér á lær
 slá <hana> kinnhest
 slá <hann> utan undir
 slá hörpu
 2
 
 skera gras í garði eða túni
 dæmi: hann slær garðinn í hverri viku
 3
 
 (um hjarta) gefa frá sér taktföst slög
 dæmi: hjartað sló ótt í brjósti hans
 4
 
 (um klukku) gefa frá sér hávær slög á heilum klukkutímum
 dæmi: klukkan slær tólf
 dæmi: klukkan sló fimm högg
 5
 
 framleiða mynt
 dæmi: þarna voru koparpeningar slegnir
 6
 
 slá lán
 
 taka lán
 dæmi: hún reyndi að slá lán hjá vini sínum
 7
 
 slá <þessu> föstu
 
 ganga út frá þessu, líta á þetta sem staðreynd
 dæmi: menn slá því föstu að flugvélin hafi farist
 8
 
 <þetta> slær mig
 
 ég veiti þessu athygli
 dæmi: það sló mig hvað hann var orðinn grannur
 9
 
 slá + að
 
 það slær að <honum>
 
 hann ofkælist, á á hættu að fá kvef
 10
 
 slá + af
 
 slá af <kröfum sínum>
 
 draga úr kröfum sínum
 11
 
 slá + á
 
 <lyfið> slær á <verkinn>
 
 lyfið verkar á verkinn, dregur úr honum (en læknar ekki alveg)
 12
 
 slá + fram
 
 slá <þessu> fram
 
 segja þetta óyfirvegað
 13
 
 slá + inn
 
 slá inn <textann>
 
 skrifa textann á tölvu
 dæmi: allt bréfasafnið hefur nú verið slegið inn
 14
 
 slá + í
 
 það slær í <bardaga>
 
 það kemur til bardaga, bardagi brýst út
 það slær í brýnu (með þeim/milli þeirra)
 
 þeir fara að rífast, deila
 15
 
 slá + í gegn
 
 slá í gegn
 
 hljóta skyndilegar vinsældir
 dæmi: svona tölvur slógu strax í gegn
 dæmi: skáldsagan sló í gegn í fyrra
 16
 
 slá + niður
 
 frumlag: þágufall
 a
 
 <honum> slær niður
 
 hann veikist aftur eftir að vera nærri batnað
 b
 
 <eldingunni> slær niður
 
 eldingin kemur niður
 dæmi: eldingu sló niður í tréð
 17
 
 slá + saman
 
 slá saman í <afmælisgjöf>
 
 leggja saman fé í afmælisgjöf
 dæmi: við slógum saman í utanlandsferð handa henni
 18
 
 slá + til
 
 a
 
 slá til
 
 taka ákvörðun (um e-ð nýtt (og spennandi/óvíst))
 dæmi: hann ákvað að slá til og þiggja starfið
 b
 
 slá <hann> til riddara
 
 veita honum nafnbót riddara við sérstaka athöfn hjá drottningu eða kóngi
 19
 
 slá + um
 
 a
 
 slá um sig með <montsögum>
 
 gera sig áberandi með því að segja montsögur
 b
 
 slá <hana> um <hundraðkall>
 
 fá lánaðar 100 krónur hjá henni
 20
 
 slá + upp
 
 a
 
 slá upp <veislu>
 
 gera, útbúa veislu í skyndi
 dæmi: eftir tónleikana var slegið upp balli
 b
 
 slá upp <orði>
 
 fletta upp á orði (í orðabók)
 c
 
 slá <þessu> upp í <grín>
 
 gera grín úr þessu
 21
 
 slá + út
 
 a
 
 það slær út / rafmagnið slær út / rafmagninu slær út
 
 rafmagnið fer
 b
 
 svitanum slær út á <honum>
 
 frumlag: þágufall
 svitinn brýst snögglega út á honum
 c
 
 slá út <hitt liðið>
 
 sigra það í útsláttarkeppni
 d
 
 slá <hana> út af laginu
 
 gera hana ruglaða, koma henni úr jafnvægi
 22
 
 slá + út í fyrir
 
 það slær út í fyrir <honum>
 
 hann verður ruglaður, ruglast (oft um gamalt fólk með elliglöp)
 23
 
 slá + við
 
 slá <henni> við
 
 standa sig betur en hún
 dæmi: þessi bíll slær við öllum öðrum sem ég hef prófað
  
orðasambönd:
 slást
 sleginn
 sláandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík