Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

slag no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 hljóð í e-u sem slær, einkum klukku
 dæmi: stofuklukkan sló sex slög
 2
 
 sláttur hjartans, hjartsláttur
 3
 
 líffræði/læknisfræði
 heilablóðfall
 4
 
 líffræði/læknisfræði
 hjartaslag
 5
 
 einkum í fleirtölu
 kjöt af kviði sláturdýra og upp á miðjar síður
  
orðasambönd:
 annað slagið
 
 öðru hvoru, við og við
 láta slag standa
 
 aðhafast ekkert frekar, láta reyna á hvernig fer
 slagur
 <hann birtist> á slaginu fimm
 
 ... á mínútunni fimm, stundvíslega klukkan fimm
 <fundurinn hófst> á slaginu
 
 ... á tilsettum tíma
 <líta á klukkuna> annað slagið
 
 ... af og til
 <vélin bilaði> slag í slag
 
 ... skipti eftir skipti
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík