Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skömm no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 smán, vansæmd
 verða <sér> til skammar
 það er skömm að þessu
 <þetta veggjakrot> er til skammar
 2
 
 skammaryrði, oft í samsetningum
 dæmi: kattarskömmin
 skömmin hann <Palli>
  
orðasambönd:
 bíta höfuðið af skömminni
 
 bæta gráu ofan á svart, gerast enn ósvífnari
 fá skömm í hattinn
 
 vera sneyptur fyrir eitthvað
 gera <honum> skömm til
 
 fá einhvern til að skammast sín (sökum ódugnaðar), standa sig betur en einhver
 hafa skömm á <svona framkomu>
 
 fyrirlíta <svona framkomu>
 lenda í skömm með <verkefnið>
 
 verða smánarlega seinn <með verkefnið>
 vita upp á sig skömmina
 
 hafa slæma samvisku
 <eitthvað> er skömminni skárra
 
 vondur kostur er heldur betri en annar enn verri
 <gera þetta> af skömmum sínum
 
 gera eitthvað (óhæfilegt) öðrum til stríðni eða skapraunar
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík