Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

auga no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 skynfæri sem nemur mynd og gæðir lífverur sjón
 2
 
 lítið gat t.d. á nál eða ís
 3
 
 staður á kartöflu þar sem spíra kemur út
  
orðasambönd:
 augu <hans> opnast
 
 hann öðlast skilning
 dæmi: augu hans opnuðust fyrir því tjóni sem hann hafði valdið
 berja <listaverkið> augum
 
 horfa á listaverkið
 ég get ekki litið <hana> réttu auga
 
 ég get ekki borið virðingu fyrir henni
 finna náð fyrir augum <hans>
 
 fá viðurkenningu hans
 ganga í augun á <karlmönnum>
 
 vekja aðdáun karlmanna
 gefa <honum> auga
 
 gjóa augunum á hann
 gefa <honum> hýrt auga
 
 líta hann ástaraugum
 gefa <honum> illt auga
 
 líta illilega á hann
 gjóta augunum <í áttina að dyrunum>
 
 láta augun hvarfla í áttina að dyrunum
 hafa auga fyrir <góðum bókmenntum>
 
 vera glöggur á góðar bókmenntir
 hafa auga með <honum>
 
 fylgjast með honum
 hafa augun hjá sér
 
 fylgjast vel með
 hafa augun opin fyrir <nýjum möguleikum>
 
 vera vakandi fyrir nýjum möguleikum
 hafa ekki augun af <honum>
 
 hætta ekki að horfa á hann
 horfast í augu við <hana; vandamálið>
 
 líta í augun á henni; gera sér grein fyrir vandamálinu
 koma auga á <einkennilegan fugl>
 
 sjá einkennilegan fugl
 koma auga á <snjalla lausn>
 
 finna snjalla lausn
 líta <hana> hýru auga
 
 lítast vel á hana
 líta <málið> alvarlegum augum
 
 þykja það alvarlegt
 loka augunum fyrir <afleiðingunum>
 
 gera sér ekki grein fyrir afleiðingunum
 opna augu <hans>
 
 gera honum eitthvað ljóst
 reka upp stór augu
 
 verða undrandi á svip
 renna hýru auga til <hans>
 
 finnast hann álitlegur, lítast vel á hann
 slá ryki í augun á <honum>
 
 blekkja hann
 það gefur auga leið
 
 það er sjálfsagt, segir sig sjálft
 þetta liggur í augum uppi
 
 þetta er augljóst
 <margt> ber fyrir augu
 
 það er margt að sjá
 <hugsandi mönnum> er <þessi óheillaþróun> þyrnir í augum
 
 hugsandi mönnum líkar þessi óheillaþróun ekki
 <stela peningunum> fyrir augunum á <honum>
 
 stela peningunum beint fyrir framan hann
 <þessi hugmynd> hlýtur ekki náð fyrir augum <hans>
 
 hann er ekki hrifinn af hugmyndinni
 <þau ræddust við> undir fjögur augu
 
 þau ræddu saman í einrúmi; í trúnaði
 <honum> vex <þetta> í augum
 
 honum finnst þetta óyfirstíganlegt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík