Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

auður lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 með engu á, tómur
 dæmi: autt blað
 dæmi: þau settu borðið á autt svæði á gólfinu
 dæmi: hann settist í eina auða sætið í salnum
 2
 
 með engu fólki, mannlaus
 dæmi: hann gekk eftir auðum strætum borgarinnar
 <húsið> stendur autt
 3
 
 (jörð)
 snjólaus
 dæmi: jörð hefur verið auð í allan vetur
  
orðasambönd:
 sitja (ekki) auðum höndum
 
 vera (ekki) aðgerðarlaus
 dæmi: smiðurinn hefur sannarlega ekki setið auðum höndum í eldhúsinu
 skila auðu
 
 greiða tómt atkvæði, velja engan flokk eða frambjóðanda
 dæmi: mér leist ekki á valkostina svo að ég skilaði auðu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík