Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skoða so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 horfa á (e-ð), virða (e-ð) fyrir sér
 skoða <málverkið>
 
 dæmi: þau skoðuðu gamlan kastala og margt fleira
 2
 
 íhuga (e-ð), velta (e-u) fyrir sér
 skoða <málið>
 
 dæmi: hann ætlar að skoða málið vel og taka svo ákvörðun
 3
 
 rannsaka ástand (e-s)
 skoða <sjúklinginn>
 
 dæmi: læknirinn skoðaði hana og sagði að hún væri með mislinga
 skoða <bílinn>
 
 dæmi: bíllinn minn var skoðaður og reyndist bilaður
 4
 
 skoða + um
 skoða sig um
 
 dæmi: við skoðuðum okkur um í þorpinu
 skoðast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík