Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skjól no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 staður þar sem vinds gætir ekki, hlé fyrir vindi
 dæmi: það er betra skjól við húsvegginn
 leita skjóls <í hellinum>
 <setja á sig trefil> til skjóls
 2
 
 leynd til athafna
 <laumast burt> í skjóli nætur
 
 ... þegar það er komin nótt
 <senda njósnara yfir landamærin> í skjóli myrkurs
 
 ... þegar það er komið myrkur
  
orðasambönd:
 skáka í því skjólinu að <aðrir muni borga>
 
 gera þetta í trausti þess að ...
 það er fokið í flest skjól
 
 fá úrræði eru eftir, flestir möguleikar tæmdir
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík