Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skila so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: (þágufall +) þágufall
 láta (e-n) hafa (e-ð) aftur
 dæmi: hún skilaði mér peningunum
 dæmi: hann hefur ekki skilað henni pennanum
 dæmi: ég þarf að skila bókinni á safnið
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 láta (e-ð) frá sér, afhenda (e-ð)
 dæmi: nú hafa allir nemendur skilað ritgerðunum
 dæmi: hann skilar ágætri vinnu
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 skila <þessu> til <hennar>
 
 bera þessi orð til hennar, flytja skilaboð
 dæmi: skilaðu því til hans að hann sé velkominn í samkvæmið
 dæmi: hún skilaði til mín þakklæti fyrir hjálpina
 4
 
 fallstjórn: þágufall
 skila sér
 
 koma til baka, snúa aftur
 dæmi: hann hefur verið lengi í burtu og hlýtur að fara að skila sér
 5
 
 fallstjórn: þágufall
 koma til baka með hagnaði, borga sig
 dæmi: íþróttaiðkunin skilar sér í færri veikindadögum
 dæmi: þessi neikvæðni skilar nákvæmlega engu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík