Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

skárri lo
 
framburður
 beyging
 form: miðstig
 betri (af tveimur slæmum)
 dæmi: báðar teikningarnar eru slæmar en þessi er þó skárri
 dæmi: nýja vinnan er skárri en sú síðasta
 dæmi: ég tók mér skárri blýantinn í hönd
 dæmi: það er skárra að tapa peningum en að missa heilsuna
  
orðasambönd:
 skárri er það nú <hávaðinn>
 
 hvílíkur fjárans hávaði
 dæmi: skárri er það nú nískan í forstjóranum að tíma ekki að borga kaffið
 skárra væri það
 
 þó það nú væri, það segir sig sjálft
 dæmi: auðvitað borgar vinnustaðurinn kaffið, skárra væri það
 skástur
 skár
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík