Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sjást so
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 vera séð, sýnilegt
 dæmi: jökullinn sést vel frá þorpinu
 dæmi: hún sást ganga niður aðalgötuna
 dæmi: hvergi sáust óhreinindi á heimilinu
 2
 
 sjá hvor annan, hittast
 dæmi: við sjáumst í kvöld!
 dæmi: sjáumst!
 3
 
 sjást + á
 
 a
 
 það sést á <honum>
 
 eitthvað er sýnilegt hjá honum eða augljóst, t.d. vonbrigði, gleði
 b
 
 það sést á <henni>
 
 það er sýnilegt að hún á von á barni
 dæmi: hún er ólétt en það er ekki enn farið að sjást á henni
 4
 
 sjást + í
 
 það sést í <bláan himin>
 
 blár himinn er rétt sýnilegur
 dæmi: það sást í blúnduna á undirpilsi hennar
 5
 
 sjást + til
 
 a
 
 það sést til <hans>
 
 það er tekið eftir honum
 dæmi: það sást til hennar í fylgd með nýjum manni
 b
 
 það sést til lands
 
 landið er (loksins) sýnilegt frá skipinu
 það sést (ekki) til sólar
 
 sólin er (ekki) sýnileg (fyrir skýjum)
 6
 
 sjást + yfir
 
 <mér> sést yfir <þetta>
 
 frumlag: þágufall
 ég tek ekki eftir þessu, þetta fer framhjá mér
 dæmi: gjaldkeranum sást yfir tvo reikninga
 yfirsjást
 sjá
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík