Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 síðan ao
 
framburður
 1
 
 frá tímapunkti í fortíð og framvegis: eftir það
 dæmi: hún fór að heiman og enginn hefur séð hana síðan
 dæmi: hér hefur verið býli síðan á landnámsöld
 dæmi: ég hef ekkert heyrt í honum síðan í gær
 2
 
 aukaorð aftan við tímatilvísun
 dæmi: við hittumst fyrst fyrir mánuði síðan
 3
 
 sem samtenging
 því næst, svo
 dæmi: fyrst fórum við á listasafn, síðan í bíó
 4
 
 sem samtenging
 eftir að, frá því að, frá þeim tíma sem liðinn er
 dæmi: hann hefur ekki flogið síðan fargjöldin hækkuðu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík