Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sinn hvor fn
 
framburður
 um tvo eða tvennt
 1
 
 (um tvo eða tvennt) dreifimerking (vísar til liðar, oft(ast) frumlags, sem er í fleirtölu eða samsettur) - tvíyrt fornafn; báðir hlutar beygjast (sbr. "sinn" og "hvor") en sambeygjast ekki; "sinn" lagar sig að orðinu sem það vísar til en "hvor" að orðinu sem það stendur með
 dæmi: liðin unnu sitt hvorn leikinn
 dæmi: hann á tvö börn sitt með hvorri konunni
 dæmi: mamma prjónaði handa mér tvenna vettlinga, sína með hvorum lit
 dæmi: göturnar lágu sín í hvora átt út frá torginu
 gefa/reka <manninum> sitt undir hvorn
 
 löðrunga <manninn>
 dæmi: hann stökk á fætur í bræði sinni og gaf Pétri sitt undir hvorn
 dæmi: hún húðskammaði strákinn og rak honum svo sitt undir hvorn
 sitt af hvoru
 
 ýmislegt, eitt og annað
 dæmi: þau hafa reynt sitt af hvoru
 sinn hver
 sitt af hvoru tagi
 
 hvort af sinni gerð
 dæmi: að sækja bæði sykur og brauð, sitt af hvoru tagi
 2
 
 óformlegt, ekki fullviðurkennt mál
 dreifimerking (sbr. lið 1) - tvíyrt fornafn; liðirnir standa saman og laga sig báðir að orðinu sem þeir standa með
 dæmi: svo fóru þeir í sín hvora áttina
 dæmi: vinirnir höfðu lengi búið í sitt hvoru landinu
 dæmi: ákveðið var að setja ráðuneytin undir sinn hvorn ráðherrann
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík