Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sinn hver fn
 
framburður
 óákveðið fornafn
 1
 
 (um þrjá eða fleiri) dreifimerking (vísar til liðar, oft(ast) frumlags, sem er í fleirtölu eða samsettur) - tvíyrt fornafn; báðir hlutar beygjast (sbr. "sinn" og "hver") en sambeygjast ekki; "sinn" lagar sig að orðinu sem það vísar til en "hver" að orðinu sem það stendur með
 dæmi: þau eiga þrjú börn, sitt á hverju árinu
 dæmi: þeir ferðuðust þrír saman, sinn frá hverjum bæ
 dæmi: bókunum var safnað saman sinni úr hverri áttinni
 sitt hvað
 
 1
 
 ýmislegt
 dæmi: kennarinn hafði sitt hvað að athuga við efni ritgerðarinnar
 2
 
 ekki það sama
 dæmi: það er sitt hvað, hæfileikar og velgengni
 sitt (lítið) af hverju
 
 eitt og annað (smálegt), ýmislegt (svolítið af ýmsu)
 dæmi: þær ræddu sjálfsagt sitt af hverju þegar ég heyrði ekki til
 dæmi: í siglingunni er boðið upp á sitt lítið af hverju - hvalaskoðun, sjóstangaveiði, miðnætursól og fleira
 sitt af hverju tagi
 
 eitt og annað, ýmislegt
 dæmi: hún setti sitt af hverju tagi í skálar og bar það fram með kaffinu
 sitt sýnist hverjum <um þetta>
 
 sérhver hefur sína skoðun <á þessu>
 dæmi: málið var rætt á fundinum og sýndist sitt hverjum
 dæmi: sitt sýndist hverjum um lausn deilunnar
 2
 
 óformlegt, ekki fullviðurkennt mál
 dreifimerking (sbr. lið 1) - tvíyrt fornafn; liðirnir standa saman og laga sig báðir að orðinu sem þeir standa með
 dæmi: við þurfum ekki að fara á sinn hverjum bílnum allir fjórir
 dæmi: hugmyndirnar komu úr sín hverri áttinni
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík