Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

2 sinn fn
 
framburður
 beyging
 eignarfornafn
 1
 
 (afturbeygt eignarfornafn; x = einhver eða einhverjir sem var vísað til fyrr í setningunni) sem x á, sem tilheyrir x
 dæmi: hann tók upp pennann sinn og fór að skrifa
 dæmi: stelpan fór í jakkann sinn og setti svo á sig nýju húfuna sína
 dæmi: við sáum krakkana taka upp nestið sitt og byrja að borða
 dæmi: það verða allir að taka með sín eigin rúmföt eða svefnpokann sinn
 2
 
 (afturbeygt eignarfornafn; x = einhver eða einhverjir sem vísað er til fyrr í setningunn) sem x hefur, sem tengist x
 dæmi: þarna fékk hún útrás fyrir reiði sína og vonbrigði
 dæmi: krakkarnir létu óspart í ljós gleði sína
 dæmi: ræðumaðurinn lauk máli sínu með stuttri sögu
 3
 
 sérstætt
 (afturbeygt eignarfornafn; x: sbr. í liðum 1 og 2) sem x á eða hefur, sem tengist x
 dæmi: ég gleymdi vettlingunum mínum en Steinn vildi endilega lána mér sína
 dæmi: strákurinn hafði sitt fram að lokum
 4
 
 (afturbeygt eignarfornafn; (x: sbr. í liðum 1 og 2; um fólk) sem tengist x
 dæmi: hún sagði syni sínum oft sögur
 dæmi: flokkstjórinn kallaði sitt fólk saman
 dæmi: hjónin áttu í stöðugum erjum við nágranna sína
 5
 
 afturbeygt eignarfornafn notað í aukasetningu sem vísar til frumlags í aðalsetningu
 dæmi: hann segir að konan sín hafi hringt þangað
 dæmi: hún vill að synir sínir fái menntun
 dæmi: hann heldur að tölvunni sinni hafi verið stolið
 sitt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík