Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

setning no kvk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: set-ning
 1
 
 það að setja lög
 dæmi: setning laga um innheimtu gjaldsins
 2
 
 athöfn þegar e-ð er opnað eða hafið, einkum skóli eða Alþingi
 dæmi: setning þingsins fór fram í gær
 3
 
 málfræði
 röð orða sem mynda heild
 4
 
 það að setja texta, blýsetning eða innsláttur í tölvu
 dæmi: hann vann lengi við setningu
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Athugið sérstaklega að eignarfall eintölu orðsins <i>setning</i> er <i>setningar</i> en ekki „setningu“ og eignarfall eintölu með greini er <i>setningarinnar</i> en ekki „setningunnar“.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík