Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

setja so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 koma (e-u) fyrir (e-s staðar)
 dæmi: hann setti bókina á borðið
 dæmi: setjið deigið í kringlótt kökuform
 dæmi: ég reyndi að setja mig í spor hennar
 2
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 leggja (e-ð) fram (fyrir e-n)
 dæmi: hún setti honum úrslitakosti
 dæmi: sett eru ákveðin skilyrði fyrir þátttöku í námskeiðinu
 3
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 stefna að (e-u), ákveða (e-ð)
 dæmi: fyrirtækið setur sér markmið í upphafi hvers árs
 4
 
 hefja, opna (skóla, ráðstefnu, fund)
 dæmi: skólinn verður settur í næstu viku
 dæmi: formaðurinn setti ráðstefnuna
 5
 
 (um lög, reglur) gera, koma í framkvæmd
 dæmi: lög voru sett um vinnutíma sjómanna
 6
 
 setjum svo
 
 gefum okkur þessa forsendu
 dæmi: setjum svo að hótelið verði fullt, hvað þá?
 sjáum hvað setur
 
 sjáum til hvað verður
 7
 
 frumlag: þolfall
 <hana> setur hljóða
 
 hún verður þögul, hún þegir
 dæmi: fundarmenn setti hljóða þegar þeir sáu uppgjör ársins
 8
 
 setja + að
 
 það setur að <mér> <hroll>
 
 ég fyllist hrolli
 dæmi: það setti að henni óhug þegar hún sá hann
 9
 
 setja + af
 
 fallstjórn: þolfall
 setja <ráðherrann> af
 
 taka hann úr embætti
 dæmi: ráðherrann var settur af
 10
 
 setja + á
 
 fallstjórn: þolfall
 setja <símanúmerið> á sig
 
 festa það í minni sér
 setja á fót <verslun>
 
 stofna verslun, búð
 setja á laggirnar <fyrirtæki>
 
 stofna fyrirtæki
 setja á stofn <bílaverkstæði>
 
 stofna bílaverkstæði
 11
 
 setja + fram
 
 fallstjórn: þolfall
 a
 
 setja fram <kenningu>
 
 koma með og birta kenningu
 dæmi: Darwin setti fram kenningu um þróun mannsins
 b
 
 setja fram bát
 
 koma báti á flot
 12
 
 setja + fyrir
 
 a
 
 fallstjórn: þágufall
 setja <nemandanum> fyrir <tvo kafla>
 
 láta hann læra heima tvo kafla
 b
 
 fallstjórn: þolfall
 setja <þetta> ekki fyrir sig
 
 finnast þetta í lagi, líta ekki á þetta sem vandmál
 dæmi: hann setur það ekki fyrir sig þótt baðherbergið sé á næstu hæð
 13
 
 setja + hjá
 
 fallstjórn: þolfall
 setja <hana> hjá
 
 hafa hana afskipta, útundan
 14
 
 setja + inn í
 
 fallstjórn: þolfall
 setja <hana> inn í <starfið>
 
 kenna henni starfið, veita henni fræðslu um starfið
 setja sig inn í <deilumálið>
 
 kynna sér deilumálið
 15
 
 setja + í
 
 fallstjórn: þolfall
 setja <hana> í að <vaska upp>
 
 fela henni það verkefni að vaska upp
 dæmi: elstu börnin voru sett í að raða stólunum
 16
 
 setja + niður
 
 fallstjórn: þolfall
 a
 
 setja niður <kartöflur>
 
 láta kartöflur í mold
 b
 
 setja <þetta> niður fyrir sér
 
 skipuleggja þetta í huganum
 c
 
 setja niður (við þetta)
 
 falla í áliti
 17
 
 setja + ofan
 
 a
 
 setja ofan í við <hana>
 
 veita henni ákúrur, áminna hana
 b
 
 setja ofan (við þetta)
 
 falla í áliti
 18
 
 setja + saman
 
 fallstjórn: þolfall
 setja saman <bókaskápinn>
 
 skrúfa hann saman
 samsettur
 19
 
 setja + upp
 
 fallstjórn: þolfall
 a
 
 setja upp <leiksýningu>
 
 koma leikriti á svið
 b
 
 setja upp <ákveðið verð>
 
 krefjast þess að fá ákveðið verð
 dæmi: eigandi bílsins setur upp hátt verð
 uppsettur
 c
 
 setja upp <tölvuforrit>
 
 koma forriti fyrir í tölvu
 d
 
 setja upp kartöflur
 
 láta kartöflur í pott og kveikja á eldavélinni
 20
 
 setja + út á
 
 setja út á <vinnubrögð hans>
 
 finna að vinnubrögðum hans, gagnrýna þau
 setjast
 sestur
 settur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík