Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sending no kvk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: send-ing
 1
 
 það sem sent er, t.d. pakki, bréf eða vörur, póstsending
 dæmi: fyrsta sendingin er uppseld
 dæmi: sendisveinninn hjólaði með sendingar til viðskiptavina
 dæmi: sendingin beið á pósthúsinu
 2
 
 rafræn boð sem send eru frá tækjum
 dæmi: tækið tekur á móti sendingum frá gervitunglum
 3
 
 það að koma boltanum frá einum leikmanni til annars
 dæmi: leikmaðurinn skoraði eftir góða sendingu frá vinstri útherja
 4
 
 draugur sem er sendur á annan mann
 dæmi: það var álit manna að draugurinn hefði verið sending frá honum
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Athugið sérstaklega að eignarfall eintölu orðsins <i>sending</i> er <i>sendingar</i> en ekki „sendingu“ og eignarfall eintölu með greini er <i>sendingarinnar</i> en ekki „sendingunnar“.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík