Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

semja so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 setja saman, skrifa (texta)
 dæmi: hún semur stundum smásögur
 dæmi: hann var ungur þegar hann samdi leikritið
 dæmi: hún er að reyna að semja ritgerðina
 2
 
 gera með sér samning, samkomulag
 dæmi: ríkisstjórnir landanna eru búnar að semja
 dæmi: forlagið hefur samið við rithöfundinn um útgáfu
 dæmi: þeir sömdu um skiptingu ágóðans
 3
 
 frumlag: þágufall
 koma vel saman, hafa með sér gott samkomulag
 dæmi: systkinunum semur ágætlega
 dæmi: mér hefur aldrei samið við yfirmanninn
 4
 
 semja sig að <háttum innfæddra>
 
 laga sig að háttum þeirra
 dæmi: við sömdum okkur fljótt að þessum nýja stað
 semjast
 saminn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík