Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

sandur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 fínmulin bergmylsna með mismunandi kornastærð
 2
 
 landsvæði þar sem fínmulin bergmylsna er ráðandi í landslagi
 [mynd]
  
orðasambönd:
 byggja <kenninguna> á sandi
 
 reisa e-ð, t.d. skoðanir, kenningar á ótraustum rökum
 bölva <honum> í sand og ösku
 
 formæla e-u(m) ákaflega
 stinga höfðinu í sandinn
 
 afneita staðreyndum eða vanda(málum)
 strá sandi í augu <hennar>
 
 villa um fyrir e-m
 vera með sand af seðlum
 
 vera með fullt af peningum
 <þetta> rennur út í sandinn
 
 ekkert verður úr e-u, það mistekst
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík