Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

samur fn
 
framburður
 beyging
 óákveðið fornafn
 sérstætt, oftast með neitun
 hinn sami, óbreyttur
 dæmi: aðstæður okkar urðu ekki samar eftir breytingarnar
 dæmi: götumyndin er ekki söm og áður
 vera <ekki> samur (maður)
 
 vera breyttur (maður), jafna sig ekki fullkomlega
 dæmi: hann var aldrei samur maður eftir slysið
 á samri stundu
 
 á sama augnabliki, strax
 dæmi: á samri stundu blossaði eldurinn upp
 í samt horf
 
 í sama ástand
 dæmi: starfsemin var að komast í samt horf og áður
 í samt lag
 
 í sama form eða ástand
 dæmi: þau eru að taka til og bráðum verður allt komið í samt lag
 sami
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík