Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

samkvæmt fs
 
framburður
 orðhlutar: sam-kvæmt
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 í samræmi við (e-ð)
 dæmi: formanninum ber að starfa samkvæmt reglum skákfélagsins
 dæmi: vegagerðin hefur gengið samkvæmt áætlun
 eðli málsins samkvæmt
 
 eins og eðlilegt er miðað við forsendur/aðstæður
 dæmi: eðli málsins samkvæmt ræður vilji meirihlutans
 lögum samkvæmt
 
 eins og lög mæla fyrir um
 dæmi: lögum samkvæmt ber að vísa slíkum málum til úrskurðar ráðherra
 2
 
 á grundvelli tiltekinnar vitneskju/upplýsinga
 dæmi: samkvæmt fréttum hefur atvinnuleysi aukist
 dæmi: samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var ökumaðurinn ölvaður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík