Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

samkeppni no kvk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: sam-keppni
 1
 
 það að keppa innbyrðis, t.d. um markaðshlutdeild
 dæmi: fyrirtækin eru í harðri samkeppni
 2
 
 formleg keppni þar sem dómnefnd velur sigurvegarann
 dæmi: efnt var til samkeppni um nýtt merki fyrirtækisins
 opin/lokuð samkeppni
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

<i>Keppni</i>: Fleirtalan <i>keppnir</i> á aðeins við þegar talað er um kappleiki eða mót en ekki þegar orðið merkir: kapp. Það sama á við um orðið <i>samkeppni</i>. <i>Það var gífurlega mikil samkeppni í öllum ljóðasamkeppnunum sem þau tóku þátt í.</i>
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík