Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

samband no hk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: sam-band
 1
 
 tenging við rafmagn
 setja <brauðristina> í samband
 stinga <lampanum> í samband
 taka <þvottavélina> úr sambandi
 <tölvan> er í sambandi
 2
 
 tenging milli staða eða aðila svo að færi gefst til samskipta, samskipti
 dæmi: það hefur lengi verið gott samband milli prestsins og fjölskyldu okkar
 hafa samband við <lögregluna>
 halda sambandi við <æskuvin sinn>
 komast í samband við <bankann>
 3
 
 ástartengsl tveggja einstaklinga, ástarsamband
 dæmi: hann á barn frá fyrra sambandi
 dæmi: í bókinni lýsir hún mörgum samböndum sínum
 4
 
 samtök, t.d. margra smærri félaga
 dæmi: samband smábátaeigenda
 5
 
 efnafræði
 föst samverkandi tengsl tveggja eða fleiri frumefna, efnasamband
 dæmi: kolefnissamband
 dæmi: brennisteinssamband
  
orðasambönd:
 fara úr sambandi
 
 missa alveg einbeitinguna (t.d. af taugaóstyrk)
 dæmi: hann fer alltaf úr sambandi á munnlegum prófum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík