Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

saga no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 langt eða stutt skáldverk
 saga eftir <þekktan höfund>
 2
 
 frásögn
 sú saga gengur að <hann sé með hárkollu>
 3
 
 mannkynssaga, sagnfræði
  
orðasambönd:
 bera <honum> <illa> söguna
 
 láta ekki vel af honum
 koma við sögu
 
 taka þátt
 nefna <hana> til sögunnar
 
 nefna hana í frásögninni
 nú víkur sögunni <til Íslands>
 
 nú er Ísland sögusviðið
 það er sama sagan
 
 það sama gerist og áður
 það er verri sagan
 
 þetta er ekki gott
 það fer <litlum> sögum af <þessu ferðalagi>
 
 það fréttist ekki mikið af þessari ferð
 það gengur allt eins og í sögu
 
 allt gengur ljómandi vel
 þetta er segin saga
 
 þetta er eins og við mátti búast
 þetta segir sína sögu
 
 þetta talar sínu máli
 <þetta> er/þykir saga til næsta bæjar
 
 þetta er/þykir heilmikil frétt
 <þessi sjúkdómur> er úr sögunni
 
 hann er ekki lengur til
 <þessi stefna> kom til sögunnar <um aldamótin>
 
 kom fram á sjónarsviðið þá
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík