Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

röð no kvk
 
framburður
 beyging
 ákveðin skipan í rúmi og tíma þar sem hvað/hver rekur annað/annan
 dæmi: tré stóðu í röð við götuna
 dæmi: þau sátu í þriðju röð í flugvélinni
 dæmi: ég hef farið í búðina fjóra daga í röð
 ganga á röðina
 
 dæmi: hún gekk á röðina og spurði fólk að nafni
 röðin kemur að <honum>
 
 dæmi: röðin var komin að mér að lesa upp ljóð
 <standa> í röð
 
 vera í biðröð
 dæmi: menn biðu í langri röð eftir að komast inn á safnið
  
orðasambönd:
 vera einstakur í sinni röð
 
 vera alveg sérstakur (á jákvæðan hátt)
 dæmi: nágranni minn er mjög hjálpsamur, hann er alveg einstakur í sinni röð
 vera í fremstu röð
 
 vera meðal þeirra bestu
 dæmi: hún er íþróttakona í fremstu röð
 <allt er> í röð og reglu
 
 öllu skipulega raðað
 dæmi: allt var í röð og reglu þegar hún kom heim
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík