Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

rýr lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 ekki mikill (einkum um afrakstur), lélegur
 dæmi: kartöfluuppskeran var fremur rýr í haust
 dæmi: útlit er fyrir rýran afla í sumar
 2
 
 holdlítill, magur
 dæmi: hún var orðin mjög rýr og horuð
  
orðasambönd:
 <þetta> er rýrt í roðinu
 
 það er ekki mikið innihald í þessu
 dæmi: mér fannst fyrirlesturinn heldur rýr í roðinu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík