Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 rót no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 sá hluti plöntu sem er niðri í moldinni
 [mynd]
 
 www.fauna.is
 dæmi: tréð hefur djúpar rætur
 <plantan> skýtur rótum
 <tréð> festir rætur
 2
 
 upptök, upphaf, undirstaða
 dæmi: rót vandans liggur í gölluðum lögum
 <þessi tilgáta> á rót sína/rætur að rekja til <gamalla frásagna>
 <endurskoða reksturinn> frá rótum
 3
 
 hársrót, skeggrót
 dæmi: skeggið er svart í rótina
 4
 
 málfræði
 stafakjarni sem er grunneining orðs (án beygingarendinga)
 5
 
 stærðfræði
 tala x sem segir hversu oft þarf að margfalda tölu y með sjálfri sér til að fá út z
 dæmi: þriðja rótin af 64 er 4
 6
 
 tölvur
 efsta lagið í lagskiptu skráakerfi sem aðrar efnisskrár greinast út frá
  
orðasambönd:
 festa ekki rætur <í borginni>
 
 una sér ekki til lengdar í borginni
 <kristin trú> stendur djúpum rótum
 
 kristin trú er rótgróin, föst í sessi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík