Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 róa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þágufall
 knýja bát með árum, sigla á árabát
 dæmi: þeir reru bátnum langt út á sjó
 dæmi: hann leysir festar og rær út á fjörðinn
 dæmi: þeir ætla ekki að róa í dag
 dæmi: ég reri meðfram bjarginu
 róa til fiskjar
 
 róa til að veiða fisk
 það er róið <í dag>
 
 menn fara út á fiskibát í dag
 2
 
 láta <hana> róa
 
 láta hana fara, losa sig við hana
 dæmi: starfsmaðurinn var svo lélegur að hann var látinn róa
 3
 
 róa fram í gráðið
 
 hreyfa sig fram og aftur í sætinu
  
orðasambönd:
 það er ekki á vísan að róa
 
 þetta er ótryggt, ekki öruggt
 dæmi: ég fæ kannski vinnu þar en það er ekki á vísan að róa með það
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík