Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

rjúka so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 frumlag: það
 mynda mökk úr reyk
 það rýkur <úr strompinum>
 
 reykur stígur úr strompinum
 dæmi: það rauk úr kolunum á grillinu
 2
 
 þyrlast upp í loft
 dæmi: moldin rýkur í vindinum
 dæmi: sælöðrið rauk í augu hennar
 3
 
 frumlag: það
 það rýkur á <óveður>
 
 óveður skellur á
 dæmi: það rauk skyndilega á með hvassri norðanátt
 það rýkur upp <með hvassviðri>
 
 hvassviðri skellur á
 4
 
 sýna snöggt viðbragð, fara hratt, þjóta
 dæmi: hún rauk út úr húsinu
 dæmi: hann rauk í símann og hringdi á sjúkrabíl
 dæmi: matarverð hefur rokið upp að undanförnu
 rjúka í <manninn>
 
 ráðast á manninn, hefja áflog
 rjúka til
 
 dæmi: við rukum til og skrúfuðum fyrir vatnið
 rjúka upp
 
 reiðast snögglega
 5
 
 rjúka í <íbúðarkaup>
 
 vera fljótfær eða ákafur, flýta sér að þessu
 dæmi: blaðamennirnir ruku í að skrifa fréttina
 rjúkandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík