Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

annar hvor fn
 
framburður
 óákveðið fornafn
 um tvo eða tvennt
 1
 
 einn af tveimur sem eru tiltækir - (tvíyrt fornafn; báðir hlutar beygjast (sbr. "annar" og "hvor")) - með ákveðnu nafnorði eða eignarfallseinkunn
 dæmi: má ég fá annan hvorn bílinn lánaðan?
 dæmi: önnur hvor tvíburasystirin er vinkona hans en ég veit ekki hvort það er þessi
 dæmi: annað hvort ykkar verður að hjálpa mér
 2
 
 einn af hverjum tveimur í röð (með nafnorði án greinis)
 (réttara er þó talið að nota hér 'annar hver': annan hvern sunnudag)
 dæmi: við hittumst annan hvorn sunnudag
 dæmi: ég á að skúra aðra hvora viku
 annar hver
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík