Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

rísa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 standa eða reisa sig upp
 dæmi: áhorfendur risu úr sætum sínum
 dæmi: hún reis upp á olnbogann í rúminu
 dæmi: hann gat ekki risið upp úr hægindastólnum
 rísa á fætur
 
 standa á fætur, standa upp
 rísa úr rekkju
 
 fara á fætur
 rísa upp við dogg
 
 rísa upp til hálfs úr liggjandi stöðu
 rísa upp frá dauðum
 
 öðlast líf eftir dauðann
 2
 
 vera hátt uppi, lyftast
 dæmi: skipið reis og hneig
 dæmi: fjallið rís hátt upp í loftið
 dæmi: öldurnar risu fyrir framan þá
 3
 
 (um sól eða tungl) koma upp á himininn
 dæmi: sólin rís í austri
 4
 
 (um byggingu) verða til, stækka og hækka
 dæmi: þarna er risið stórt úthverfi
 dæmi: á næsta ári rís hér verslunarmiðstöð
 5
 
 koma upp, verða
 dæmi: deilur hafa risið um virkjunina
 dæmi: það hefur risið ágreiningur út af frumvarpinu
 6
 
 rísa upp
 
 sýna andstöðu, mótmæla
 dæmi: samtökin hafa risið upp til varnar náttúrunni
 rísa gegn <þessu>
 
 vera andsnúinn, mótmæla þessu
 dæmi: bændur hafa risið gegn áætlunum í landbúnaði
 dæmi: höfundarnir risu gegn raunsæisstefnunni
 7
 
 rísa (ekki) undir nafni
 
 standa (ekki) undir nafngift eða tilætlunum
 dæmi: hin svonefnda óperuhöll rís ekki undir nafni
 rísandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík