Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

rífa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 gera rifu á (e-ð), láta (e-ð) fara í sundur
 dæmi: hún reif sendibréfið í sundur
 dæmi: hann datt og reif buxurnar
 2
 
 brjóta niður (hús)
 dæmi: húsið var rifið fyrir tíu árum
 3
 
 taka harkalega, hrifsa (e-ð)
 dæmi: hún reif dagblaðið af mér
 dæmi: þau rifu niður gömlu gardínurnar
 4
 
 rífa kjaft
 
 svara fyrir sig með frekju og illyrðum
 5
 
 rífa + í
 
 rífa <matinn> í sig
 
 éta matinn græðgislega
 dæmi: kötturinn rífur fuglinn í sig
 6
 
 rífa + upp
 
 rífa upp <pakkann>
 
 opna pakkann
 dæmi: börnin rifu upp jólapakkana sína
 dæmi: ég reif upp bréfið og las það
 7
 
 rífa + út
 
 <grænmetið> er rifið út
 
 það selst hratt og vel
 dæmi: miðar á tónleikana voru rifnir út
 rifinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík