Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 ríða so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 fara um á hesti
 dæmi: hún reið fallegum hesti
 dæmi: mennirnir riðu upp með ánni
 ríða út
 
 fara í útreiðartúr (til gamans)
 2
 
 <þetta> ríður <honum> að fullu
 
 þetta gerir út af við hann
 dæmi: áfallið reið fyrirtækinu að fullu
 3
 
 gróft
 hafa kynmök
 4
 
 ríða +á
 
 ríða á vaðið
 
 hafa frumkvæðið
 dæmi: hún reið á vaðið og bar upp fyrstu spurninguna
 það ríður á <þessu>
 
 þetta er mjög mikilvægt
 dæmi: það ríður á því að vanda ritgerðina
 dæmi: nú reið á að mæta tímanlega
 5
 
 ríða +yfir
 
 dynja yfir, koma yfir (e-ð)
 dæmi: jarðskjálftinn reið yfir klukkan tvö
 dæmi: öldurnar riðu yfir bátinn
 ríðandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík